<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 16, 2005

Í hverju mæta þingmennirnir?
Nú þegar hinn afar frjálslyndi þingmaður Görl vill slaka á kröfum um klæðaburð þingmanna þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér í hverju þingmenn muni mæta á þingfundi, að því gefnu að reglur um klæðaburð yrðu algerlega lagðar af (sem er afar ólíklegt). Hér er óvísindalegt sýnishorn:

Guðni Ágústson: Lopapeysa.
Gunnar Birgisson: Hlýrabolur.
Steingrímur J: Che Guevara bolur með mynd af honum sjálfum.
Sigurjón Þórðar: Goðagallinn.
Siv Friðleifs: Fáfnisgallinn.
Magnús Þór Hafsteins: Sundbolur Röggu Run.
Siggi Kári: Man Utd búningur.
Kristinn H: Bolur frá Regnbogabörnum.
Ingibjörg Sólrún: Bolur frá Keflavíkurgöngu 1980.
Guðrún Ögmunds: Mussa sem hún keypti á Hróarskeldu.
Magnús Stefáns: Bolur með áletruninni Upplyfting rokkar.
Jóhann Ársælsson: Svartur frakki og svartur pípuhattur.
Ágúst Ágústsson: Bolur frá Stærðfræðilandsliði Grunnskólanna 1992.
Biggi Ármanns: Þverslaufa.
Gunnar Örlygsson: Röndóttur galli með númeri um hann miðjan.
Björgvin G. Sigurðsson: Prestsklæði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?