Monday, February 28, 2005
Ingibjörg Sólrún á þing
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er komin með fast þingsæti fyrir Samfylkinguna, en Bryndís Hlöðversdóttir hverfur á braut og mun taka við stöðu deildarforseta Lagadeildarinnar á Bifröst þann 1. ágúst. Nú mun væntanlega fara í gang umræða um þessa stöðuveitingu þar sem Skólameistarinn á Bifröst er Samfylkingarmaður. Það vantaði a.m.k ekki umræðu um ráðningu Hannesar Hólmsteins í HÍ og ráðningu Jóns Steinars í HR. HR og Bifröst eru einkaskólar og umræðan ætti því að vera öðruvísi í kringum þá heldur en HÍ. Meira ætla ég ekki að skrifa um þetta þar sem Gunni Valþórs er frændi Bryndísar og er mjög pirraður yfir mínum skoðunum almennt og úthúðar mér næst þegar ég hitti hann.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er komin með fast þingsæti fyrir Samfylkinguna, en Bryndís Hlöðversdóttir hverfur á braut og mun taka við stöðu deildarforseta Lagadeildarinnar á Bifröst þann 1. ágúst. Nú mun væntanlega fara í gang umræða um þessa stöðuveitingu þar sem Skólameistarinn á Bifröst er Samfylkingarmaður. Það vantaði a.m.k ekki umræðu um ráðningu Hannesar Hólmsteins í HÍ og ráðningu Jóns Steinars í HR. HR og Bifröst eru einkaskólar og umræðan ætti því að vera öðruvísi í kringum þá heldur en HÍ. Meira ætla ég ekki að skrifa um þetta þar sem Gunni Valþórs er frændi Bryndísar og er mjög pirraður yfir mínum skoðunum almennt og úthúðar mér næst þegar ég hitti hann.
Passið ykkur á myrkrinu.