Monday, February 07, 2005
Ljóðahornið Mósaíksglugginn#3
Þegar Geðmundur Gunnars hélt upp á 25 ára afmæli sitt á Akureyri fyrir mörgum árum síðan þá flutti Trausti úr Vík þennan frumsamda brag í veislunni sem hann kallaði Söknuð. Rétt er að geta þess að Geðmundur var nýfluttur norður til þess að gera og við Sleikipinnarnir höfðum öllum að óvörum gefið honum hvolp í afmælisgjöf.
Söknuður:
Kvöldin núna eru dimm,
því að við erum sundur.
En af því þú ert tuttugu og fimm,
léttist nokk minn lundur.
Já Guðmundur vinur minn ágæti stutti,
örlítið ég þín sakna.
Þó sérstaklega eftir að þú fluttir,
á ég erfitt með að vakna.
En fulltrúa hef ég kosið mér,
svo festist ögn minn blundur.
Trygglyndur vakir hann yfir þér,
loðinn lítill hundur.
Njóttu vel og njóttu lengi,
leyfðu nú hvolpnum að lifa.
Þó vingist þú við aðra drengi,
haltu samt áfram að skrifa.
Þegar Geðmundur Gunnars hélt upp á 25 ára afmæli sitt á Akureyri fyrir mörgum árum síðan þá flutti Trausti úr Vík þennan frumsamda brag í veislunni sem hann kallaði Söknuð. Rétt er að geta þess að Geðmundur var nýfluttur norður til þess að gera og við Sleikipinnarnir höfðum öllum að óvörum gefið honum hvolp í afmælisgjöf.
Söknuður:
Kvöldin núna eru dimm,
því að við erum sundur.
En af því þú ert tuttugu og fimm,
léttist nokk minn lundur.
Já Guðmundur vinur minn ágæti stutti,
örlítið ég þín sakna.
Þó sérstaklega eftir að þú fluttir,
á ég erfitt með að vakna.
En fulltrúa hef ég kosið mér,
svo festist ögn minn blundur.
Trygglyndur vakir hann yfir þér,
loðinn lítill hundur.
Njóttu vel og njóttu lengi,
leyfðu nú hvolpnum að lifa.
Þó vingist þú við aðra drengi,
haltu samt áfram að skrifa.