<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 09, 2005

Maskar í brugginu
Öskudagurinn er fremur sérstakur dagur í borg óttans. Sem verslunarmaður þá hef ég orðið áþreifanlega var við að hér ganga krakkar í fyrirtæki og syngja gegn þóknun í formi sælgætis. Þegar ég var að alast upp í villta vestrinu þá var gengið í heimahús þar sem ég var iðulega sjóræninginn Ben Ali. Í þessari litlu bruggverslun hér í Ármúlanum hefur vart verið hægt að þverfóta fyrir möskum, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig staðan er í miðbænum. Það er kannski áhyggjuefni hvað þessir krakkar hafa verið ágeng í því að heimta af mér rauðvín!
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?