<$BlogRSDURL$>

Thursday, February 03, 2005

Mugiwin
Það var bolvískur sigur á Mugiverðlaunahátiðinni í gærkvöldi. Missti reyndar af sjónvarpsútsendingunni en niðurstaðan var skemmtileg: Öddi með þrennu. Ragnheiður Gröndal með einhver verðlaun líka og Ellen sem er fínt. Ég var að kjafta við Skarphéðinn kunningja minn á Mogganum um daginn en hann skrifaði plötudóminn fræga um Mugimama-plötuna í haust. Hann setur Mugison á sama stall og Sigurrós og Björk og sagði einungis tímaspursmál hvenær sú skoðun yrði almenn í tónlistarheiminum. Þrátt fyrir að Mugison væri þekktur í ákveðnum kreðsum þá ætti tónlistarpressan eftir að kveikja betur á honum (platan er ekki komin út erlendis að mér vitandi) og þá yrði allt vitlaust. We wait with bated breath.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?