<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 02, 2005

Munnmælasögur#10
Einn af mestu töffurum vestfirsk samtíma er Einar Halldórsson á Ísafirði sem ég spilaði handbolta með fyrir mörgum árum. Töffaraskapurinn hjá Einari hefur náð hámarki þegar hann viðrar forláta Porsche-bifreið sína á sumrin, sem er tryllitæki upp á margar milljónir að mér skilst. Eitt sinn fyrir mörgum árum var Einar á rúntinum á laugardagskvöldi á Ísafirði og Gleðipinnarnir Ásgeir Þór og Halldór Magg höfðu gert sér dagamun og voru að koma af balli í Sjallinum. Höfðu þeir haft spurnir af partýi á Suðureyri og sannfærðu Einar um nauðsyn þess að hann kæmi þeim þangað. Einar tók þessari bón blíðlega, enda ekki skotaskuld úr því að koma þeim yfir á Súganda á sportbílnum á nýju brautarmeti. Porsche-inn er svo sem ekki stór bíll en það eru Geiri og Dóri hins vegar. Tók nokkra stund hjá Dóra og Einari að koma Geira í aftursæti bílsins en þetta var áður en hann fékk anórexíu. Einar komst loks af stað, Ásgeir sestur aftur í og Halldór í framsætið, þá er spurt úr aftursætinu og ekki laust við að hneykslunartóns hafi gætt í röddinni: "Einar, af hverju færðu þér ekki Volvo?"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?