Thursday, February 24, 2005
Orðrétt
Og í fréttinni sagði borgarstjórinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir: „Ég vil nú segja það fyrst af öllu að ég tel afar óheppilegt hvernig ráðherrarnir hafa hagað málflutningi sínum í kjölfar þessarar yfirlýsingar...“ Ráðherrarnir höfðu eftir undirritun viljayfirlýsingar um kaup á hlut borgarinnar í Landsvirkjun rætt um hugsanlega einkavæðingu fyrirtækisins. Og hvert er þá sjónarmið borgarstjórans, skyldi borgarstjóri til dæmis vera ósammála eða sammála ráðherrunum? Það virðist ekki skipta máli, en borgarstjóri er hins vegar ósáttur við að ráðherrarnir hafi lýst skoðunum sínum. Líklega hefði þá verið betra að segja engum frá en einkavæða Landsvirkjun bara fyrirvaralaust, því að það óheppilega eru yfirlýsingarnar sjálfar en ekki innihald þeirra. Þetta minnir óneitanlega á það þegar Þórólfur Árnason þáverandi borgarstjóri var í vandræðum undir lok árs 2004 vegna fyrri starfa sinna. Þá kom yfirlýsing frá borgarfulltrúum R-listans um að „umræða síðustu daga“ um skýrslu Samkeppnisstofnunar hafi gert stöðu borgarstjórans erfiða. Það var ekki efni skýrslunnar sem olli R-listanum áhyggjum, heldur „umræðan“. Þetta er ef til vill það sem annar fyrrum borgarstjóri R-listans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, átti við þegar hún óskaði eftir auknu vægi „umræðustjórnmála“. Sennilega var það ósk um að innihaldið fengi minna vægi en ákvarðanir yrðu teknar eftir hávaða umræðunnar. Þess háttar stjórnmál ættu þá væntanlega helst að kallast umbúðastjórnmál, til aðgreiningar frá öðrum stjórnmálum þar sem innihaldið, skoðanirnar og málstaðurinn, skipta máli.
-Vef-Þjóðviljinn 24. febrúar 2005.
Og í fréttinni sagði borgarstjórinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir: „Ég vil nú segja það fyrst af öllu að ég tel afar óheppilegt hvernig ráðherrarnir hafa hagað málflutningi sínum í kjölfar þessarar yfirlýsingar...“ Ráðherrarnir höfðu eftir undirritun viljayfirlýsingar um kaup á hlut borgarinnar í Landsvirkjun rætt um hugsanlega einkavæðingu fyrirtækisins. Og hvert er þá sjónarmið borgarstjórans, skyldi borgarstjóri til dæmis vera ósammála eða sammála ráðherrunum? Það virðist ekki skipta máli, en borgarstjóri er hins vegar ósáttur við að ráðherrarnir hafi lýst skoðunum sínum. Líklega hefði þá verið betra að segja engum frá en einkavæða Landsvirkjun bara fyrirvaralaust, því að það óheppilega eru yfirlýsingarnar sjálfar en ekki innihald þeirra. Þetta minnir óneitanlega á það þegar Þórólfur Árnason þáverandi borgarstjóri var í vandræðum undir lok árs 2004 vegna fyrri starfa sinna. Þá kom yfirlýsing frá borgarfulltrúum R-listans um að „umræða síðustu daga“ um skýrslu Samkeppnisstofnunar hafi gert stöðu borgarstjórans erfiða. Það var ekki efni skýrslunnar sem olli R-listanum áhyggjum, heldur „umræðan“. Þetta er ef til vill það sem annar fyrrum borgarstjóri R-listans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, átti við þegar hún óskaði eftir auknu vægi „umræðustjórnmála“. Sennilega var það ósk um að innihaldið fengi minna vægi en ákvarðanir yrðu teknar eftir hávaða umræðunnar. Þess háttar stjórnmál ættu þá væntanlega helst að kallast umbúðastjórnmál, til aðgreiningar frá öðrum stjórnmálum þar sem innihaldið, skoðanirnar og málstaðurinn, skipta máli.
-Vef-Þjóðviljinn 24. febrúar 2005.