<$BlogRSDURL$>

Tuesday, February 08, 2005

Raungreinar og sjálfsmorð
Mér líst ekki á manninn sem situr mér við hlið hér í tölvustofunni á Þjóðarbókhlöðunni. Hann byrjaði á því er hann settist við tölvuna að láta braka í hálsi sínum og fingrum. Boðar satt að segja ekki gott. Svo situr hann íbygginn við tölvuna eins og skákmaður sem er með koltapað og er um það bil að fara að bjóða jafntefli. Þessi maður kemur pottþétt úr einhverjum raungreinum og rót óróleika hans má væntanlega rekja til þess að hann hafi einungis fengið 8,9 á síðasta prófi. Nú stynur hann ógurlega, líklega búinn að missa af prófsýningunni og getur ekki híft sig upp í 9. 50/50 líkur á því að hann snappi, taki upp vélbyssuna og skjóti okkur öll.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?