<$BlogRSDURL$>

Thursday, February 17, 2005

Skólastjórinn geysist fram á ritvöllinn
Svakalega var mér skemmt þegar ég opnaði blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu í dag og sá að þar var aðsend grein frá Valdimari Víðissyni skólastjóra á Grenivík. Þegar virðulegur og landsfrægur skólastjóri ryðst fram á ritvöllinn, þá veit maður að um sérstök þjóðþrifamál er fjallað í greininni. Og um hvað er greinin? Jú Idolið að sjálfsögðu! Við skulum grípa niður í þessa skemmtilegu grein án leyfis höfundar:

"Ég er einn af þeim fjölmörgu sem fylgjast með þessum þætti. Þættirnir eru vel uppbyggðir og spennandi, stjórnendurnir komast vel frá sínu og eru gott mótvægi við keppendur sem gera sitt besta og vonast eftir okkar atkvæði. Þjóðin fylgist með og margir kjósa í símakosningunni eftir þáttinn. Þeir sem kjósa þurfa að greiða fyrir það og sumir kjósa oftar en einu sinni og því geta símreikningarnir orðið háir á sumum heimilum. En það skiptir engu máli, því við erum jú að kjósa okkar mann. Það er því afskaplega grátlegt þegar dómararnir ákveða að það sé dómgreindarleysi og náttúruhamfarir þegar þjóðin kýs ekki eins og þeir vilja. Ég tel mig hafa ágæta dómgreind og kýs þann sem mér þykir standa sig best í það og það skiptið. Mér líkar því ekki svona ummæli."

Jaahá þar hafið þið það. Eftir þessa predikun skólastjórans ættu dómararnir að sjá sóma sinn í því að haga sér almennilega á næstunni. En það hlýtur að vera huggun harmi gegn fyrir Valdimar að ritstjórn Bloggs fólksins hefur borist það til eyrna að gestadómari annað kvöld verði enginn annar en Ragnar Bjarnason sem búið er að gera að skurðgoði í Grenivíkurskóla. Blogg fólksins leyfir sér að vonast til þess að önnur grein frá Valdimari í Miðgörðum muni birtast í næstu viku þar sem stækkunarglerinu verði sérstaklega beint að gestadómurum.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?