<$BlogRSDURL$>

Monday, March 28, 2005

Aldrei fór ég suður 2005
Skellti mér á Aldrei fór ég suður annað árið í röð. Óhemju skemmtilegur viðburður og stemningin eftir því. Mugison var frábær og rosaleg stemning þegar hann var að spila. Ég hafði gaman af The nine elevens sem vekja alltaf athygli. Geiri og Valdi voru byrjaðir í þessu stússi í gaggó, og eru að gera svipaða hluti í dag. Þeir eru bestir í þessu. Þeir hafa sterka nærveru á sviði af því að þeir fara með þungarokksdæmið alla leið, útlit, klæðaburður, framkoma. (Þetta er svona Heiðars snyrtis lýsing). Ragnar Kjartans var sturlaður, hlýtur að gera tilkall til þess að vera steiktasti maður á Íslandi. Gaman að því. Skrúfað var niður í sumum hljómsveitum og nokkrar fengu minni tíma heldur en áætlað var; eins og Reykjavík og Húsið á sléttunni. Eðlilegt að þeir séu fúlir yfir því en menn hljóta að sýna þessu skilning. Stafrænn Hákon vinur minn var fúll yfir því að tölvan klikkaði hjá honum og tvö lög klúðruðust út af því. En hann ætlar að snúa aftur að ári. Ég hef heimildir fyrir því hjá guðföður þessarar hátíðar að grundvöllur sé fyrir því að gera þetta að árlegum viðburði og það sé komið á teikniborðið. Skál fyrir því.
Þetta er Kristján Jónsson sem bloggar fyrir Blogg fólksins úr Villta vestrinu.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?