<$BlogRSDURL$>

Friday, March 11, 2005

Alice Cooper boðar komu sína
Stórrokkarinn Alice Cooper mun að öllu óbreyttu halda tónleika 13. ágúst í Kaplakrika. Ég er mikill aðdáandi hans enda skemmtileg týpa og alvöru rokkari. Þetta er ekki svona soft gutl eins og Iron Maiden og hvað þeir heita nú þessir stuttklipptu flugmenn. Fyrirtæki Einars Bárðar flytur hann inn og hefur Bárðarson hækkað í áliti hjá mér við þessi tíðindi. Fyrir utan músíkina þá var Alice Cooper einnig frægur fyrir að setja á svið mikið show en spurning hvort það hafi eitthvað dregið af honum með aldrinum. Cooper heitir réttu nafni Vincent og er frá rokkborginni Detroit. Þótt ótrúlegt megi virðast var faðir hans prestur! Vincent varð fljótlega nokkuð uppsigað við vald og var rekinn átta sinnum úr Grunnskóla sem kemur ekki á óvart. Það sem er undarlegt er að honum hafi verið hleypt inn aftur sjö sinnum! Daníel Ólafsson sagði í Dalalíf þegar breakdanskeppnin var á Óðali: "Ég ætla sko ekki að missa af því". Geri ég þau orð hans nú að mínum.

Og nú að allt öðru. Eitthvað var verið að kvabba um það á Bylgjunni í dag að Duran Duran ætti að koma hingað í maí. Tek það með fyrirvara. Ef þeir væru væntanlegir væri Ómar Dadda búinn að segja manni frá því.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?