<$BlogRSDURL$>

Monday, March 14, 2005

Barnapössun
já það var í sambandi við þessa barnapössun á föstudagskvöldið. Það er alveg hægt að sleppa heill frá þessu ef þetta er eitt skipti á ári, en þetta er ekki leggjandi á nokkurn mann frá degi til dags. Eitthvað hafði kappinn litla matarlyst sem hefur líklega bjargað mér frá bleyjuskiptum, enda stendur í Kóraninum; Ekki er gott að skipta um bleyjur á annara manna börnum. Sennilega myndi maður ekki borða svo ýkja mikið sjálfur ef það ætti að pína ofan í mann skólajógúrt og banana. Ég vantreysti mat sem ekki er mældur í tommum. En Ásgrími hafði verið haldið skipulega vakandi fyrr um daginn svo hann myndi lognast snemma út af. Gott og vel, hann var orðinn verulega þreyttur frekar snemma um kvöldið og ég setti hann í náttfötin (ekki Liverpool náttfötin sem HM gaf honum) og hitaði vatnið. Hann var í stofunni meðan ég brá mér frá í 30 sekúndur. Þegar ég kem aftur er hann búinn að sturta ofan í sig kókglasinu sem ég var með og var að sleikja leifarnar. Þetta hefur hann úr föðurættinni. Koffínið og sykurinn hafði mikil áhrif á þennan litla búk, því í stað þess að halda áfram að vera syfjaður þá bara skríkti hann í hálftíma, líkt og stjórnmálafræðinemarnir gerðu þegar þeir voru að reykja skrítnu sígaretturnar í Amsterdam. En ég segi nú bara eins og Halldór Magnússon sagði þegar hann var spurður að því hvað hann myndi taka fyrir að vinna á leikskóla: "800 á mánuði og ekki krónu minna".
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?