<$BlogRSDURL$>

Monday, March 07, 2005

Frjálslyndið hjá Frjálslyndum
Blogg fólksins lýsir eftir frjálslyndinu í ályktunum og stefnu Frjálslynda flokksins sem hvergi er sjáanlegt nema þá í tillögu um frjálsari klæðaburð á Alþingi. Líklega væri eðlilegra að flokkurinn breytti bara þessu nafni sínu sem er afskaplega óviðeigandi miðað við skoðanir flokksmanna. Ef eitthvað er að marka Gunnar Örlygsson (Görl), þá lagði flokkurinn upp með á sínum tíma að vera hægra megin við miðju. Eitthvað hefur það nú farist fyrir hjá þeim því erfitt er að greina þá frá hinum stjórnarandstöðuflokkunum sem báðir skilgreina sig vinstra megin við miðju.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?