<$BlogRSDURL$>

Tuesday, March 22, 2005

Halló... Forsetinn fer líka með löggjafarvaldið!
Vef-þjóðviljinn bendir á skemmtilegan hlut í dag en hann er sá að þeir fjölmiðlar sem mestu ítrekuðu síðasta sumar að Forseti Íslands færi með hluta löggjafarvaldsins virðast nú vera búnir að gleyma því. Að minnsta kosti fullyrtu fjölmiðlar í gær að Fischer væri orðinn Íslendingur. Til dæmis segir Fréttablaðið í dag á forsíðu: "Bobby Fischer er kominn með íslenskan ríkisborgararétt." Fréttablaðið er nú að gera fulllítið úr hlutverki sonar Gríms rakara með þessu, en hann þarf jú að skrifa undir þetta eins og annað. Kannski að hann móðgist yfir þessum fréttaflutningi og synji þessu svona til þess að minna á sig, eða sleppi einhverjum stórum atburði hjá einhverri frændþjóð okkar.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?