<$BlogRSDURL$>

Friday, March 11, 2005

Lagt inn í reynslubankann
Mun taka að mér óvenjuleg störf í kvöld. Ekki hefur mér oft verið treyst fyrir barnapössun en breyting verður á því í kvöld. Mér hefur verið treyst fyrir eins og hálfs árs gömlum púka hjá Ásgeiri og Ásu. Einhverra hluta vegna hefur vinafólk mitt aldrei beðið mig um passa, skil ekki hvernig á því stendur. Hef haft pat af því að Ásgeir sé búinn að vera í alls kyns hringingum í næstu hús til þess að hafa fólk í viðbragðsstöðu. Það er gott að manni er treyst. En þetta gæti orðið forvitnileg reynsla sem lesendum verður betur greint frá um helgina.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?