<$BlogRSDURL$>

Tuesday, March 01, 2005

Óli Örn á Rokkhátíð alþýðunnar 2005
Ég sé að búið er að bóka Stafrænann Hákon á Rokkhátíð alþýðunnar um páskana. Stafrænn Hákon er Ólafur Örn Jósephson. Ákaflega mætur og skemmtilegur maður sem ég spilaði handbolta með bæði hjá ÍR og Fylki. Hann er góður vinur Péturs Magg og afrekaði einnig að vinna á lagernum í Tæknival með Ragga Ingvars. Ég er spenntur að sjá hann á sviði, hef ekki upplifað það fyrr enda er maðurinn meira og minna í Danmörku.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?