<$BlogRSDURL$>

Monday, March 14, 2005

Munnmælasögur#14
Eitt sinn á mínum sokkabandsárum vorum við Ásgeir einir heima eins og stundum kom fyrir. Sat hann að sumbli ásamt Dóra Magg og Einar Guðmunds og þegar þá vantaði skyndilega bland þá var ég sendur, en Ásgeir hafði gleymt að gera ráð fyrir því að Einar blandaði alltaf í Sprite. Ásgeir lét mig hafa fimm þúsund kall, ég skutlaðist á Shell-skálann og keypti 2 lítra af Sprite. Eitthvað fórst það fyrir hjá mér að láta hann hafa afganginn, enda fannst mér þetta vera hæfileg þóknun fyrir viðvikið. Þegar líða tekur á kvöldið er ég að kjafta við vini mína Halla Pé og Ragga Ingvars fyrir framan sjónvarpið, en þremenningarnir sátu hins vegar inni í stofu. Ræddu þeir Einar, Ásgeir og Dóri landsins gagn og nauðsynjar en þegar talið barst að fjármálum þá galar Ásgeir: "Vel á minnst. Kristján, kostuðu 2 lítrar af Sprite sléttar fimm þúsund?"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?