<$BlogRSDURL$>

Wednesday, March 16, 2005

Ruslpóstur
Fólk kvartar gjarnan yfir því mikla magni ruslpósts sem það fær sent í tölvupósti. Til dæmis þegar Nígeríumenn eru í tímabundnum vandræðum með milljarðana sína. Ég fæ einnig mikið af alls konar ruglpósti á háskólanetfangið mitt, og þá sérstaklega frá deildum innan háskólans. Við skulum grípa niður í bréf sem ég fékk í dag:

"Þann 21. mars næstkomandi verður haldin stofnfundur Balkanfélagsins á Íslandi. Balkanfélagið er áhugafélag um málefni Balkanskagans, náttúru, mennigu og sögu þeirra þjóða sem þar búa. Með stofnun félagsins gefst félagsmönnum tækifæri til að fá innsýn í málefni Balkans á mjög góðan og nærtækan hátt.

Í tilefni stofnfundarins mun Örjan Sturesjö lektor í Austur-Evróskum fræðum við Háskólan í Uppsölum halda fyrirlestur. Hann mun m.a. fjalla um ferð sem búið er að skipuleggja og farin verður til Serbíu, Svartfjallalands og Albaníu í lok maí. Örjan Sturesjö er talin meðal fremstu sérfræðingum um Balkan í dag. Hann hefur unnið við rannsóknir á Balkanskaganum í yfir þrjátíu ár og þar af búið í meira en tíu ár á svæðinu. Á þeim tíma hefur hann kynnst öllum helstu ráðamönnum og framámönnum Balkanlandanna bæði fyrr og nú og þannig náð einstakri innsýn í málefni þeirra. Örjan heldur fyrirlestur sinn á ensku. Fundurinn er haldin í húsakynnum ferðaskrifstofunar Primu Emblu að Stangarhyl 1 og hefst kl 20.00 mánudaginn 21. mars nk."

Þegar ég fæ svona póst þá langar mig til þess að skjóta mig í hausinn.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?