<$BlogRSDURL$>

Monday, March 14, 2005

RÚVarar og prinsippin
Fréttamenn á RÚV eru brjálaðir út af því að einhver maður var ráðinn fréttastjóri. Ég get alveg skilið það, þessi maður virðist ekki hafa verið með mikla reynslu af fréttamensku. Það er skiljanlegt að fréttamenn séu með uppsteit. Að sama skapi er illskiljanlegt af hverju slík uppsteit voru ekki til staðar þegar Helgi H. Jónsson var ráðinn fréttastjóri sjónvarpsins í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 98. Þá heyrðist ekki orð þrátt fyrir að gengið væri framhjá áliti Boga Ágústssonar sem hafði mælt með Elínu Hirst. Sjálfstæðismenn í útvarpsráði greiddu henni atkvæði í samræmi við álit Boga, en fulltrúar R-lista flokkanna í útvarpsráði mynduðu meirihluta og greiddu atkvæði með Helga, en svo óheppilega vildi til að eiginkona hans var Borgarritari og nánasti samstarfsmaður Borgarstjóra; Ingibjargar Sólrúnar. Hvar voru prinsippin hjá fréttamönnum RÚV þá? Núna þykir það hinn versta hneisa að ekki sé farið eftir áliti Boga, og vinstri menn í útvarpsráði telja meira að segja að þeir eigi ekki að mæla með fólki, eins og þeir gerðu gagnvart Helga. Þetta er fullkomlega óskiljanlegt, eða hvað? Ég nenni ekki að pæla meira í þessu þar sem ég hef verið þeirrar skoðunnar í nokkurn tíma að ríkisvaldið eigi ekki að vera að vasast í fjölmiðlarekstri. Sú skoðun mín breytist ekki við svona ráðningar.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?