<$BlogRSDURL$>

Wednesday, March 02, 2005

Samtök um bætta vínmenningu
Bjórdagurinn var í gær, þ.e.a.s bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989. Í dag verða stofnuð samtök um bætta vínmenningu á Íslandi. Þetta verður að teljast fagnaðarefni, sérstaklega í ljósi þess að stofnfélagar samtakanna hyggjast beita sér fyrir því að höft á áfengissölu verði afnuminn, eða reglurnar rýmkaðar að minnsta kosti. Stofnfundurinn verður í Iðnó en þrír þingmenn verða gestir fundarins og bendir gestavalið til þess að félagið sé þverpólitískt: Guðlaugur Þór Þórðarsson, Ágúst Ágúst Ágústson og Gunnar Örlygsson. Skil ekki hvers vegna þekktum heimsmanni og fagurkera eins og mér er ekki boðið að halda framsögu á þessum fundi. Sperning um að beina þessu fólki í Vín Hússins á meðan ríkiseinokunin er enn til staðar.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?