Monday, March 21, 2005
Íslendingar og heimsmenningin
Ég verð oft var við að fólk reynir að halda því fram fullum fetum að helgarfyllerí tíðkist hvergi annars staðar á byggðu bóli nema á Íslandi, kannski Grænlandi og Færeyjum. Þeir sem halda þessu fram, telja sig merkilega ef þeir tala um að Íslendingar kunni ekki eitthvað, eða Íslendingar eigi nú eftir að læra eitthvað o.s.frv. Það er fátt eins aumkunarvert eins og þegar einhver heldur að úthúðun á samlöndum sínum geri hann að heimsmanni. Ég er alltaf að reka mig betur og betur á það að helgarfyllerí tíðkast víða annars staðar en í Skandinavíu. Til dæmis víða í Englandi og þar er unglingadrykkjan þannig að krakkarnir skella sér yfir sundið og detta í það í Amsterdam. Það kom fram hjá mörgum Bretum í þættinum How do you like Iceland að þeir þekktu unglingadrykkju og helgarfyllerí vel frá heimahögum sínum. Og núna var ég að lesa færslu hjá Óla Stef undrabarni um hvernig spænska vísitölufjölskyldan dettur í það á sunnudögum. En kannski ágætt að taka það fram að vínmenningin hefur breyst á Íslandi, þar sem hún er að færast úr sterku yfir í létt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég verð oft var við að fólk reynir að halda því fram fullum fetum að helgarfyllerí tíðkist hvergi annars staðar á byggðu bóli nema á Íslandi, kannski Grænlandi og Færeyjum. Þeir sem halda þessu fram, telja sig merkilega ef þeir tala um að Íslendingar kunni ekki eitthvað, eða Íslendingar eigi nú eftir að læra eitthvað o.s.frv. Það er fátt eins aumkunarvert eins og þegar einhver heldur að úthúðun á samlöndum sínum geri hann að heimsmanni. Ég er alltaf að reka mig betur og betur á það að helgarfyllerí tíðkast víða annars staðar en í Skandinavíu. Til dæmis víða í Englandi og þar er unglingadrykkjan þannig að krakkarnir skella sér yfir sundið og detta í það í Amsterdam. Það kom fram hjá mörgum Bretum í þættinum How do you like Iceland að þeir þekktu unglingadrykkju og helgarfyllerí vel frá heimahögum sínum. Og núna var ég að lesa færslu hjá Óla Stef undrabarni um hvernig spænska vísitölufjölskyldan dettur í það á sunnudögum. En kannski ágætt að taka það fram að vínmenningin hefur breyst á Íslandi, þar sem hún er að færast úr sterku yfir í létt.
Passið ykkur á myrkrinu.