<$BlogRSDURL$>

Tuesday, March 01, 2005

Systir mín langt á undan sinni samtíð
Fyrir nokkrum árum fór Einar Bárðar með lagið Birtu í Eurovision. Magga systir var handviss um að lagið myndi vinna og bauð í sigurveislu að heimili sínu því einungis formsatriði var að bíða eftir úrslitunum. Ég hafði nú mínar efasemdir þegar sólgleraugnamaðurinn og broskallinn byrjuðu að dilla sér á sviðinu. En hvað um það, nú nokkrum árum seinna er lagið víst komið í 2. sæti sænska vinsældarlistans í sænskri útgáfu og smáskífan selst í bílförmum. Þetta sýnir að Magga er langt á undan sinni samtíð.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?