<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 27, 2005

Enn einn skemmtilegur sumarleikur
Hægra megin á síðunni birtist ykkur teljari frá teljara.is. Í þessum skrifuðum orðum sýnir hann 19.115 flettingar síðan 7. ágúst 2004. Það styttist því í flettingu númer 20.000. Í tilefni af því efnir ritstjórn Bloggs fólksins nú til skemmtilegs leiks. Sá sem getur sýnt fram á að hafa verið með flettingu númer 20.000 fær vegleg verðlaun. Þau eru: pöbbarölt í fjörugu næturlífi borgar óttans ásamt ritstjóra Bloggs fólksins, verndara Bloggs fólksins (HáEmm) og tæknilegs guðföðurs Bloggs fólksins (DJ Base). Hinn stálheppni vinningshafi þarf að framvísa ljósmynd af tölvuskjá sínum þar sem sést óumdeilt að hann hafi náð flettingu númer 20.000 á http://bolviskastalid.blogspot.com. Sé ljósmyndinn á tölvutæku formi þá má senda hana á kristjac@hi.is. May the best reader win.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?