<$BlogRSDURL$>

Friday, April 22, 2005

Gleðilegt sumar
Jæja þá er tímabært að fara að skríða úr híðinu enda komið sumar. Blogg fólksins óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs sumars. Síðuhaldari er búinn að viðra golfkylfurnar. Fór í mót í Mosó í gær. Spilaði á 92, 44 fyrri og 48 seinni. Maður hefur svo sem séð það svartara á þessum árstíma. Dró hinn þekkta íþróttasvindlara Jón frá Dröngum með mér, en ég labbaði svo hratt að hann heltist úr lestinni eftir 9 holur. Talið er að hann sé kviðslitinn. Í tilefni af sumarkomunni verður hin hugljúfa kveðja "Passið ykkur á myrkrinu" lögð til hliðar í bili.
Megi mikil ölvun og mikið stuð verða á vegi ykkar í sumar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?