<$BlogRSDURL$>

Monday, April 25, 2005

Matareitrun
Síðuhaldari lenti í skæðri matareitrun aðfaranótt laugardags. Það var upplifun. Fór svo gott sem ósofinn í vinnu á laugardagsmorgni og til hádegis, því nýtt brugg hafði borist yfir sjó og land í búðina. Sökum ónýts maga og svefnleysis ákvað ég því að boða forföll í skemmtanahöld laugardagsins sem voru tvenns konar. Annars vegar ætlaði ég að taka þátt í að steggja gamlan vin minn frá Bolungarvík; Jónas Guðmunds. Hins vegar ætlaði ég í útskriftarveislu til félaga míns úr skólanum, Steiners (Hjalta III) sem var að klára Master í Essex. Þetta hefði vafalaust orðið mikið stuð en þegar menn eru komnir á gamals aldur, með ónýta lifur og magasár - þá er betra að fara varlega.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?