<$BlogRSDURL$>

Monday, April 11, 2005

Munnmælasögur#17
Maður er nefndur Gunnar Sigurðsson frá Ólafsvík og er að gera það gott í auglýsingum fyrir enska boltann. Skemmtilegur maður Gunnar. Gunnar á það til að týnast í kerfinu. Eitt sinn fór hann til dæmis í Sparisjóð Ólsara þar sem hann hafði verið í viðskiptum í 20 ár og var að athuga með yfirdrátt sem hann var með upp á 200 þúsund eða svo. "Þú hefur aldrei verið í viðskiptum hér" segir gjaldkerinn honum. "Þú ert ekki í kerfinu hjá okkur". Gunnar þakkaði fyrir sig og lét sig hverfa enda þetta þægileg lausn til þess að losna við skuldina. Tveimur dögum síðar fékk hann hringingu frá Sparisjóðnum um að gögnin hans væru fundin og þetta hefði aldrei gerst áður og væri á allan hátt ótrúlegt. Þegar Gunnar átti að útskrifast úr Stjórnmálafræðinni var hann kallaður á neyðarfund í Nemendaskrá því þá höfðu týnst í kerfinu nokkur fög sem hann var búinn með. Svona hlutir eru algengir þegar Gunnar er annars vegar. Til að mynda saxaðist mánaðarlega 30 þúsund af Visa skuld sem hann átti, en ekki er vitað til þess að neinn væri að borga inn á reikninginn hans. Eitt sinn fékk Gunnar senda fjárnámsbeiðni frá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Gunnar sendi til baka þakkir fyrir hugulsemina, en þar sem hann væri í mastersnámi í HÍ þá þyrfti hann ekki á fjarnámi að halda! Ekki var meira haft samband við hann út af því.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?