<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 20, 2005

Munnmælasögur#18
Eitt sinn gerðist það er ég bjó hjá Einari og Stig á Bræðró að ég gleymdi húslyklum er ég fór á rölt með Bakkusi í miðborg óttans. Einar var annað hvort á næturvakt eða erlendis og Stig í fastasvefni. Ég kunni nú ekki við að vekja Stig um miðja nótt með því að berja húsið að utan. Rölti því við hjá Valda Víðis og Jóa vini hans sem leigðu í Vesturbænum þennan vetur. Hafði ekkert samviskubit yfir því að berja það sukkbæli að utan og fékk inngöngu. Valdi var höfðingi heim að sækja, náði í dýnu fyrir mig og benti mér á mann sem var sofandi í sófanum; "Jónas vinur okkar er í sófanum". Valdi og Jói eiga annan vin sem heitir Geiri og var það hann sem var sofandi á sófanum. Þegar hann vaknar um morguninn sér hann mig liggja á dýnu á stofugolfinu og taldi að það væri Boggi sem gisti gjarnan hjá Valda og Jóa. Geiri segir við mig: "Góðan daginn Boggi" - og ég svaraði að bragði: "Góðan daginn Jónas" ! Verður þetta að teljast nokkuð merkilegt því þarna héldum við að við værum hvorugir okkar en þá voru þetta bara við sjálfir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?