Thursday, April 14, 2005
Stjörnublaðamaðurinn
Mér finnst gott hjá Spaugstofunni að taka Reyni Trausta aðeins fyrir. Ég held að hann hafi bara gott af því, þó hann sé stjörnublaðamaður. Hvað er það annars að vera stjörnublaðamaður? Þýðir það að blaðamaðurinn veki meiri athygli en umfjöllunarefni hans? Eða helst það í hendur? Ég veit það ekki alveg, en mér finnst það frekar hallærislegt ef einhver verður stjarna af því að flytja fréttir. Ég held að það sé heppilegast ef lesandinn/áhorfandinn/hlustandinn fangar innihald fréttarinnar án þess að verða sérstaklega var við hver er að bera hana á borð. Hlutlaust mat mitt er að ég fjalli af meiri þekkingu um handkast en aðrir íslenskir fjölmiðlamenn. En ég er ekkert á hvers manns vörum fyrir það, sem betur fer.
Passið ykkur á myrkrinu.
Mér finnst gott hjá Spaugstofunni að taka Reyni Trausta aðeins fyrir. Ég held að hann hafi bara gott af því, þó hann sé stjörnublaðamaður. Hvað er það annars að vera stjörnublaðamaður? Þýðir það að blaðamaðurinn veki meiri athygli en umfjöllunarefni hans? Eða helst það í hendur? Ég veit það ekki alveg, en mér finnst það frekar hallærislegt ef einhver verður stjarna af því að flytja fréttir. Ég held að það sé heppilegast ef lesandinn/áhorfandinn/hlustandinn fangar innihald fréttarinnar án þess að verða sérstaklega var við hver er að bera hana á borð. Hlutlaust mat mitt er að ég fjalli af meiri þekkingu um handkast en aðrir íslenskir fjölmiðlamenn. En ég er ekkert á hvers manns vörum fyrir það, sem betur fer.
Passið ykkur á myrkrinu.