<$BlogRSDURL$>

Monday, May 30, 2005

Digríður Sögg
Mér finnst alveg magnað að fylgjast með því hvernig reynt er að gera Sigríði Dögg á Fréttablaðinu að einhverri stjörnu. Þetta byrjaði nú með því að hún var einhverra hluta vegna tilnefnd til árlegra verðlauna blaðamannafélagsins. Sem var einfaldlega skandall enda var rökstuðningurinn nánast engin. Fyrir áhugaverðar fréttaskýringar eða eitthvað álíka. Núna eru lesendur blastaðir með með hverri greininni á fætur annari þar sem hún þykist vera að kryfja einkavæðingu bankanna. Mestur hluti greinanna er upp úr skýrslu ríkisendurskoðunnar en þó ljáðist alveg að geta þess, þar sem því er haldið að lesendum að þarna sé sérstök rannsóknarblaðamennska á ferðinni. Stór hluti greinarinnar er svo rógburður og langsóttar kenningar. Sannleikskorn leynast á nokkrum stöðum sem hlýtur að teljast lágmarkskrafa og á vart að þurfa að taka fram. Sigríður Dögg hefur hingað til verið vægast sagt andsnúinn stjórnarflokkunum og ríkisstjórninni í skrifum sínum í blaðið. Hefur heldur ekki dregið neitt af sér í þeim efnum í umræðuþáttum. Maður spyr sig þess vegna hvort það sé með slíkt í huga sem hún er látin skrifa þessa grein en ekki einhver af þeim sem skrifa í sérstakt viðskiptablað sem fylgir Fréttablaðinu einu sinni í viku. Þar eru menn á borð við Hafliða Helgason og Björgvin Guðmundsson sem hafa góða innsýn í tengsl og hagsmuni fólks í viðskiptalífinu.

Þessi grein virðist því vera hugsuð frekar sem enn ein pólitísk árásin frá Fréttablaðinu, sem mér fannst satt að segja hafa skánað töluvert með tilkomu Kára Jónasonar. En það er eitthvað að breytast á nýjan leik. Sigríður var til dæmis með frétt um setningu á landsfundi Samfylkingarinnar. Mjög falleg frétt um komandi samstöðu að formannskjöri loknu. En hún minntist ekki einu orði í blaðinu á þá samstöðu sem myndaðist milli keppinautanna í varaformannskjörinu að niðurstöðu fenginni. Ekki einu orði, á meðan allir aðrir fjölmiðlar minntust þó alla vega á gífurlega gagnrýni Lúðvíks á nýkjörinn varaformann. Þessari þrúgandi þögn Sigríðar lauk með fréttaskýringu Jóhanns Haukssonar nokkru eftir landsfund, þar sem komið var inn á þetta.

Einnig hefur dagskrárliðurinn Maður vikunnar aðeins verið að pirra mig. Þar er teiknuð mynd af viðkomani og fjallað um hann frá báðum hliðum með tilvísunum í meinta vini og samstarfsmenn. Þar eru gjarnan báðar hliðar dregnar fram þar til í síðustu tvö skiptin. Annars vegar var fjallað um að Ágúst Ágúst Ágústsson væri málefnalegur hugssjónamaður og hins vegar hvað íslenskt viðskiptalíf væri heppið að eiga Ólaf Ragnar sem forseta.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?