<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 31, 2005

Hugmyndir D-lista fá hljómgrunn
Hugmyndir D-listans í borginni um breyttar áherslur í skipulagsmálum virðast fá hljómgrunn. Að minnsta kosti hafa margir kverólantar verið að hrósa þessum hugmyndum í fjölmiðlum að undanförnu. Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki mjög áhugasamur um skipulagsmál og oft á tíðum finnst mér sveitastjórnarpólitík lítt spennandi. En ég fylgist með umræðunni upp að einhverju marki og hélt mér væri öllum lokið þegar sjálft fjölmiðlastirnið; Gunnar Smári Egilsson, hrósaði D-listanum fyrir framtakið í Fréttablaðinu um daginn. En því var ekki að heilsa hjá Jónasi Kristjánssyni siðfræðingi og ritstjóra DV sem fann þessum hugmyndum að sjálfsögðu allt til forráttu í því ágæta blaði. Í heimi óvissu er gott til þess að vita að sumt breytist aldrei.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?