<$BlogRSDURL$>

Monday, May 23, 2005

Líflegt hjá Samfylkingunni
Það virðist hafa verið líf og fjör hjá Samfylkingunni um helgina. Lúðvík Bergvins og fleiri saka Ágúst Ágúst um að hafa eytt nokkrum milljónum í að borga þinggjöld fyrir stuðningsmenn sína. Forvitnilegt verður að vita hvort hinn meðvitaði Ágúst muni svara þessu. Séra Stefán Jón hlaut ekki kosningu í eitthvað forystuembættið. Það kemur mér nú frekar á óvart þar sem hann hefur verið innsti koppur í búri hjá flokknum á flestum vígstöðum. Ingibjörg orðin formaður. Það er fínt. Ekki mun hún taka fylgi frá Sjálfstæðisflokknum alla vega. En þetta verður örugglega allt saman afskaplega nútímalegt og lýðræðislegt hjá henni. Samræður og nútímalegir stjórnunarhættir. Hærri skattar á fyrirtæki og fjölþrepa skattkerfi.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?