<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 11, 2005

Maltviskí kvölds og morgna
Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að Viskíþamb væri ekki bara göfugt heldur líka fyrirbyggjandi gagnvart hinum ýmsu kvillum. Það hefur nú komið á daginn. Ég rakst á umfjöllun í Fréttablaðinu í dag þar sem greint er frá niðurstöðum einhvers fræðimanns sem ganga út á það að neysla Maltviskís komi í veg fyrir krabbamein. Þar hafið þið það börnin góð. Maltviskí kvölds og morgna, ágætt að taka það inn með tannburstuninni. Trausti Salvar hefur þegar fjallað um málið.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?