<$BlogRSDURL$>

Monday, May 02, 2005

"Mannlaus bíll braut rúðu"
Hálfdán Bjarki Hálfdánarson blaðamaður, rokkari og tengdasonur EG fjölskyldunnar náði nýjum hæðum í skrifum sínum á vef BB í dag. Af öllum skemmtilegum fyrirsögnum sem ég hef rekist á í fjölmiðlum í gegnum tíðina, þá set ég þessa fyrirsögn umsvifalaust inn á topp 10: "Mannlaus bíll braut rúðu". Og ekki er fréttin sjálf til þess að valda manni vonbrigðum; "Mannlaus bíll ók á rúðu í skóbúð í miðbæ Ísafjarðar rétt upp úr hádegi í dag. Málsatvik voru með þeim hætti að ökumaður steig út úr bílnum, sem er sjálfskiptur, en láðist að taka bílinn úr gír. Lagði bíllinn því af sjálfsdáðum af stað og endaði á húsinu með þeim afleiðingum að stór rúða brotnaði. Engan sakaði."
Hálfdán Bjarki fær 9,5 fyrir þetta.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?