<$BlogRSDURL$>

Friday, May 06, 2005

Munnmælasögur#21
Gerð var símakönnun í Bolungarvík á dögunum þar sem fólk var spurt um hvað því fyndist um frammistöðu hinna og þessara fyrirtækja og stofnana. Frændi minn Elías Jónatansson mun hafa lent í úrtakinu en Elías hefur mörgum hnöppum að hneppa, í vinnu og félagastörfum. Fékk hann meðal annars eftirtaldar þrjár spurningar; Hvernig honum líkaði stöf Bæjarstjórnar. Mun hann hafa sagt að sér líkaði þau ágætlega. Því næst var spurt um starfssemi Lífeyrissjóðsins í Bolungarvík, og svarið var á sömu lund. Enn fremur var spurt um hvort hann væri sáttur við dreifingu og þjónustu Íslandsspósts á svæðinu. Sagðist hann vera alveg ágætlega sáttur við hana. Þess má geta að Elías er Forseti Bæjarstjórnar, situr í stjórn Lífeyrissjóðsins og er einnig stjórnarmaður í Íslandspósti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?