<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 17, 2005

Munnmælasögur#22
Maður er nefndur Gísli Einarsson, stundum þekktur undir nafninu veislustjóri Íslands. Gísli þessi hefur ritstýrt Skessuhorninu og verið fréttamaður fyrir RÚV á Vesturlandi. Gísli er maður sérlega orðhepinn og húmor hans í bland við góð tök á íslenskri tungu er oft á tíðum hin mesta skemmtun. Síðasta sumar var síðuhaldari staddur ásamt Gísla í blaðamannastúkunni á heimavelli Skagamanna þar sem þeir léku gegn Fram. Síðuhaldari skrifaði fyrir Morgunblaðið en Gísli lýsti leiknum fyrir Rás2. Úr varð lélegasta frammistaða ÍA það sumarið og er leikmenn gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 0:2 fyrir gestina. Kvað Gísli þá svo að orði: "Og ef ég þekki vin minn Ólaf Þórðarson (þjálfara Skagamanna) rétt þá verður hurðinni á búningsherbergi heimamanna hrundið snögglega upp og mun hún falla þétt að stöfum" !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?