Monday, May 23, 2005
Munnmælasögur#23
Eins gott að halda áfram með Munnmælasögurnar. Gísli Hjartar er kominn með um 700 sögur þannig að ég er langt á eftir honum. Saga númer 23 er splunkuný og átti sér stað í Borgarnesi þar sem Orri badmintonstrumpur hefur sest að. Eftir að hann hóf störf hjá verkfræðistofu í bænum fannst honum rétt að splæsa á sig fasteign á svæðinu. Keypti hann einbýlishús fyrir um 4 milljónir. Sagði reyndar að það þyrfti að vinna svolítið í því til þess að koma því í betra stand. Að öðru leyti væru þetta kjarakaup. Smiður allra landsmanna Jón Steinar frá Seljanesi óð upp eftir til þess að leggja Orranum lið við uppbyggingu kastalans. Var Jóni nokkuð brugðið er hann sá herlegheitin, en er hann hafði jafnað sig héldu þeir félagar í Húsasmiðjuna í plássinu. Þar afgreiðir þá lifaður heimamaður sem fer að inna þá eftir því hvar þeir séu að byggja. Orri ber sig mannalega og segir stoltur: "Brákabraut 11a". Ekki kannaðist afgreiðslumaðurinn við þá adressu þó hann væri fæddur og uppalinn Borgfirðingur. Orri lýsir fyrir honum staðháttum og helsta nágrenni og þá hrópar afgreiðslumaðurinn upp yfir sig; "Keyptirðu Hjallinn" ?? Á þessum tímapunkti þurfti Jón að bregða sér frá vegna ört aðkallandi hláturskasts. Orri spyr hvað maðurinn meini með þessu og afgreiðslumaðurinn svarar: "Ég hef búið hér alla mín hundstíð og þetta hús hefur aldrei verið kallað annað en Hjallurinn. Hefur það aðallega verið notað til hassreykinga undanfarna áratugi". Orri hafði nú ekki eins gaman af þessari búðarferð og Jón.
Eins gott að halda áfram með Munnmælasögurnar. Gísli Hjartar er kominn með um 700 sögur þannig að ég er langt á eftir honum. Saga númer 23 er splunkuný og átti sér stað í Borgarnesi þar sem Orri badmintonstrumpur hefur sest að. Eftir að hann hóf störf hjá verkfræðistofu í bænum fannst honum rétt að splæsa á sig fasteign á svæðinu. Keypti hann einbýlishús fyrir um 4 milljónir. Sagði reyndar að það þyrfti að vinna svolítið í því til þess að koma því í betra stand. Að öðru leyti væru þetta kjarakaup. Smiður allra landsmanna Jón Steinar frá Seljanesi óð upp eftir til þess að leggja Orranum lið við uppbyggingu kastalans. Var Jóni nokkuð brugðið er hann sá herlegheitin, en er hann hafði jafnað sig héldu þeir félagar í Húsasmiðjuna í plássinu. Þar afgreiðir þá lifaður heimamaður sem fer að inna þá eftir því hvar þeir séu að byggja. Orri ber sig mannalega og segir stoltur: "Brákabraut 11a". Ekki kannaðist afgreiðslumaðurinn við þá adressu þó hann væri fæddur og uppalinn Borgfirðingur. Orri lýsir fyrir honum staðháttum og helsta nágrenni og þá hrópar afgreiðslumaðurinn upp yfir sig; "Keyptirðu Hjallinn" ?? Á þessum tímapunkti þurfti Jón að bregða sér frá vegna ört aðkallandi hláturskasts. Orri spyr hvað maðurinn meini með þessu og afgreiðslumaðurinn svarar: "Ég hef búið hér alla mín hundstíð og þetta hús hefur aldrei verið kallað annað en Hjallurinn. Hefur það aðallega verið notað til hassreykinga undanfarna áratugi". Orri hafði nú ekki eins gaman af þessari búðarferð og Jón.