<$BlogRSDURL$>

Friday, May 27, 2005

Munnmælasögur#24
Læknir Micrunnar; Dr. Haraldur, kom að máli við mig á dögunum og sagði farir sínar ekki sléttar varðandi Morgunblaðið. Bað hann mig um að tala sínu máli við Morgunblaðsmenn. Vandamálið snérist um að Haraldur fær reglulega send SMS í símann sinn frá mbl.is. Hefur hann á einhvern ótrúlegan hátt lent inn í grúbbu með ljósmyndurum Morgunblaðsins og fær reglulega skipanir frá þeim sem er á vakt í ljósmyndadeildinni. Ég get rétt ímyndað mér svipinn á bifvélavirkjanum þegar hann fær skipanir í símann sinn um að vera vakandi fyrir fallegum sumarmyndum fyrir baksíðuna! Eða þegar hann er beðinn um að leita að tombólumynd sem tekin var af þremur stelpum fyrir nokkrum dögum! Ég bar þetta upp við Einar Fal yfirmann ljósmyndadeildarinnar og tók hann bón minni blíðlega. Dr. Haraldur ætti því ekki að verða fyrir frekara ónæði frá ljósmyndadeild Morgunblaðsins.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?