<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 31, 2005

Munnmælasögur#25
Í hafnarstjóratíð minni sumarið 2003 var ég stundum að spjalla við Örn Elías Guðmundsson sem þá var byrjaður að færa sig upp á skaftið undir heitinu Mugison. Kallaði hann mig yfirleitt Mini me þar sem ég var Harbours Masters Assistant en það er önnur saga. Var hann að leggja drög að því að koma út plötunni Lonely Mountain í stærra upplagi, hérlendis sem erlendis. Var hann ekki ýkja þekktur hér á landi, nema þá helst á meðal kollega sinna. Ég hafði orð á því við hann að ég gæti reynt að segja Gísla Marteini frá honum - ef hann kæmist í þáttinn hjá honum væri það fín auglýsing. Ég átti svo sem ekki von á því að Ödda finndist það spennandi, sem kom einmitt á daginn því hann gat ekki hugsað sér neitt ófrumlegra en að koma fram í þeim þætti. Ég lét það því alveg eiga sig að segja Gísla frá Mugison þar sem áhuginn var ekki til staðar. En í ljósi þessa er merkilegt að Mugison hefur að minnsta kosti þrisvar komið fyrir í þeim ágæta þætti síðan við áttum þetta samtal!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?