<$BlogRSDURL$>

Sunday, May 15, 2005

Spá fyrir Landsbankadeildina 2005
Þá er komið að árlegri spá bloggs fólksins fyrir Landsbankadeildina í boltasparki en spá síðasta árs vakti mikla athygli þar sem KR var spáð 7. sæti. Annars var nú upp og ofan hvernig sú spá gekk en það má skoða í mai færslum fyrir árið 2004. Spáin lítur svona út að þessu sinni:

1. KR
2. FH
3. ÍA
4. Valur
5. Fylkir
6. Keflavík
7. ÍBV
8. Grindavík
9. Fram
10. Þróttur

Rökstuðningur:
Magnús Gylfason mun blása lífi í KR-liðið sem mun tryggja sér titilinn með Grétar Hjartarson í fantaformi. Fram mun koma nýr leiðtogi sem vantað hefur frá því að Móði hætti. FH-ingar munu ekki standa undir þeirri pressu sem fylgir því að verja titilinn. Miklu er búist við af liðinu sem mun berjast um titilinn en skorta andlegan styrk. Skagamenn verða baráttuglaðir og erfiðir heim að sækja. Varnarleikurinn verður góður en markaskorun mun há liðinu eins og í fyrra, þó Dean Martin reynist liðinu góður liðssauki. Valsmenn munu geta unnið hverja sem er að góðum degi en munu falla niður á lagt plan þess á milli. 4. sæti er ásættanlegt fyrir þá í þessari atrennu. Danni og G.Ben munu ná vel saman. Fylkir mun spila vel í fyrri umferðinni og illa í þeirri síðari. Sem sagt ekkert óvænt þar. Keflavík mun hins vegar spila illa í fyrri umferðinni sem skiljanlegt er en munu fikra sig upp töfluna í síðari umferðinni. ÍBV mun ná í mörg stig heima en fá stig á útivelli. Dugir til þess að halda sér í deildinni. Grindavík mun enn einu sinni bjarga sér á ótrúlegan hátt. Líklega með marki frá Kekic á lokamínútum lokaumferðarinnar. Loksins munu Framarar falla þrátt fyrir að vera með frambærilegan þjálfara. Boginn veðrur spenntur of hátt og lélegur mórall mun verða liðinu að falli. Þróttarar munu leika skemmtilega knattspyrnu en skortur á skynsemi og breidd verða til þess að liðið mun verma botnsætið. Liðið mun þó verða með skemmtilegustu stuðningsmennina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?