<$BlogRSDURL$>

Thursday, May 26, 2005

Súrrealískt í Istanbúl
Hvað getur maður skrifað eftir svona leikrit eins og í Istanbúl? "Meant to be" segir Raggi Ingvars. Hann segir jafnframt að Liverpool hafi náð í Dagbjörtu og Rúnu um leið og þeir náðu í bikarinn. Ekki hefur náðst í Halim Al vegna þessara fullyrðinga.
En ég ætla bara að láta fylgja þessari færslu bút úr pósti sem ég fékk frá yfirmanni menningarblaðs Moggans:

"Veit ekki um ykkur en ég hélt ég hefði nú séð allt í fótbolta. Greinilega ekki. Þvílíkur gjörningur þarna í Istanbul. Hef Elísabetu Jökuls grunaða um að hafa farið þarna niður eftir til að leikstýra þessu súrrealíska verki. Að vinna upp þriggja marka forystu AC Milan á sex mínútum. Hvurslags eiginlega kex er þetta? Dario Fo dytti ekki einu sinni svona vitleysa í hug. Þegar Jamie Carragher stóð upp eftir akút krampameðferð og blokkaraði fyrirgjöf fannst mér ég bara vera staddur í miðjum Íslendingasögunum. Gunnar Hámundarson væri upp risinn. Á hvaða lyfjum eru þessir menn?"

Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?