Wednesday, May 18, 2005
Tímafrek heimasíðugerð
Opnuð hefur verið heimasíða fyrir forsetaembættið. Það þarf kannski ekki að koma svo ýkja mikið á óvart þar sem það var kosningaloforð hjá Ólafi Ragnari að hann myndi beita sér fyrir því að koma slíkri síðu á koppinn. Síðan er ítarleg og vel að gerð hennar staðið. En þegar vandað er til verks þá getur það líka tekið sinn tíma. Í þessu tilefelli hefur til dæmis tekið 9 ár að búa til síðuna, enda var þetta baráttumál Ólafs í kosningabaráttunni 1996. Það ætti því að vera óhætt að gera kröfur um að síðan sé í lagi. En því má velta fyrir sér hvort sömu aðilar hafi staðið að heimasíðugerðinni og stóðu að endubótum á Þjóðleikhúsinu.
Gangið á Guðs vegum.
Opnuð hefur verið heimasíða fyrir forsetaembættið. Það þarf kannski ekki að koma svo ýkja mikið á óvart þar sem það var kosningaloforð hjá Ólafi Ragnari að hann myndi beita sér fyrir því að koma slíkri síðu á koppinn. Síðan er ítarleg og vel að gerð hennar staðið. En þegar vandað er til verks þá getur það líka tekið sinn tíma. Í þessu tilefelli hefur til dæmis tekið 9 ár að búa til síðuna, enda var þetta baráttumál Ólafs í kosningabaráttunni 1996. Það ætti því að vera óhætt að gera kröfur um að síðan sé í lagi. En því má velta fyrir sér hvort sömu aðilar hafi staðið að heimasíðugerðinni og stóðu að endubótum á Þjóðleikhúsinu.
Gangið á Guðs vegum.