<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 15, 2005

Djöfullinn danskur
Ég heyrði skemmtilega sögu í morgunsjónvarpinu í morgun hjá danska fréttaritaranum. Þannig er mál með vexti að Danir hafa átt í nokkrum vandræðum með innflytjendamál sín. Fyrir um mánuði síðan var ferðamaður frá Afríku stöðvaður af lögreglu í Danaveldi og átti hann erfitt með að gera grein fyrir sér og sínum ferðum. Danirnir töldu að þarna gæti verið ólöglegur og ólögulegur innflytjandi á ferðinni og vörpuðu honum í tugthúsið. Líklega stóð nú til að vinna eitthvað í málinu en það bara gleymdist hins vegar alveg. Þessi afríkubúi slapp úr prísundinni eftir 22 daga þegar Danirnir mundu loksins eftir því að hafa stungið honum inn. Þykir þetta mál á engan hátt óheppilegt í Danmörku og skilja heimamenn ekkert í því hvers vegna þessi maður geti ekki verið ligeglad yfir þessari gestrisni.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?