<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 21, 2005

Hættur í starfsliði Bakkusar
Ég er hættur að selja Bakkus. Vann út síðustu viku. Þetta gekk ekki lengur. Mér var ætlað að vinna 250 klukkustundir á viku fyrir 500 krónur á tímann ellegar verða sendur úr landi. Ráðningarsamningur minn leit svona út. Auk þess fór þetta ekki nægilega vel saman við hinn gríðarlega heilbrigða lífstíl sem ég hef tamið mér að undanförnu. Maður hefur nú löngum verið heilbrigð sál í hraustum líkama en jafnframt bannar Elmar Göring einkaþjálfari mér að detta í það oftar en einu sinni í mánuði. En ef ég skyldi lenda aftur í slagtogi með Bakkusi þá er ég vongóður um að verða ráðinn forstjóri ÁTVR. Getið þið ímyndað ykkur hæfari mann í það djobb?
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?