Friday, June 24, 2005
Orðrétt
"Pólítískar ákvarðanir hafa oftast ófyrirséðar afleiðingar. Oft eru þær þveröfugar við það sem ætlunin var. Þeir sem vilja „þéttingu byggðar“ með öllum ráðum hafa rekið sig á að afleiðingar þess að stöðva byggingu nýrra úthverfa við borgir, í þeim tilgangi að þétta byggð og stytta vegalengdir manna úr vinnu og til heimilis, geta snúist upp í andhverfu sína. Þeir sem vilja búa í úthverfum eru að sækjast eftir einbýlishúsum með bílskúrum, garðhýsum og stórum görðum þar sem allir í fjölskyldunni hafa nægt rými til að huga að sínum málum. Þetta eiga margir kaffihúsaspekingar í miðborginni erfitt með að skilja því það eina sem þeir þurfa er lítil kjöltutölva til að skrifa geðvonskupistla sína gegn „botnlangabúum“ í úthverfunum."
-Vef-þjóðviljinn 24. júní 2005.
"Pólítískar ákvarðanir hafa oftast ófyrirséðar afleiðingar. Oft eru þær þveröfugar við það sem ætlunin var. Þeir sem vilja „þéttingu byggðar“ með öllum ráðum hafa rekið sig á að afleiðingar þess að stöðva byggingu nýrra úthverfa við borgir, í þeim tilgangi að þétta byggð og stytta vegalengdir manna úr vinnu og til heimilis, geta snúist upp í andhverfu sína. Þeir sem vilja búa í úthverfum eru að sækjast eftir einbýlishúsum með bílskúrum, garðhýsum og stórum görðum þar sem allir í fjölskyldunni hafa nægt rými til að huga að sínum málum. Þetta eiga margir kaffihúsaspekingar í miðborginni erfitt með að skilja því það eina sem þeir þurfa er lítil kjöltutölva til að skrifa geðvonskupistla sína gegn „botnlangabúum“ í úthverfunum."
-Vef-þjóðviljinn 24. júní 2005.