<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 08, 2005

Þú tryggir ekki eftir á
Elmar Göring einkaþjálfari minn lenti í sérstakri lífsreynslu á dögunum, sem minnti mig nokkuð á þegar Boggi leigði sér farskjóta í reiðhjólaleigu Elíasar og Ingólfs í Víkinni forðum daga. Endaði sú ferð með ósköpum hjá fyrsta viðskiptavini þess ágæta fyrirtækis. Göring keypti sér hjól á dögunum í einhverri búð í Kringlunni. Fyrsta daginn rennur framgjörðin undan og hann sleikti malbikið. Þetta kallaði á spítalavist og vinnutap hjá kallinum. Ætla grípa aðeins niður í hans eigin frásögn á blogginu hans en færslan heitir einfaldlega; faco off:

"Þar sem ekki er gangstétt þarna þá verð ég að fara fram af kantsteininum til að komast yfir götuna. Þegar ég fer fram af, dettur gjörðin undan, af gaflinum, hann steypist i malbikið og ég yfir hjólið fer. Þessi ferð endar með því að ég tek allt fall af með andlitinu og sérstaklega nefinu mínu. Upp á slysó ég fer þar sem hjúkkan "notar tannbursta til að SKRÚBBA sandinn úr sárunum" Læknirinn sprautar mig með 10cm langri nál beint í nösina. Og maðurinn sem býður eftir því að sett sé í hann nýtt auga, hlær af mér og segir ; djöfull ertu óheppinn marrrrr....."

Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?