Monday, June 13, 2005
Umboðsmaður allra landsmanna
Vegna fjölda fyrirspurna hef ég verið að taka að mér umboðsmennsku í nokkrum mæli að undanförnu. Er nú með á mínum snærum uppistandarann, auglýsingamanninn og sjónvarpsmanninn; Gunnar Sigurðsson, sem kýs að kalla sig Gunnar Group vegna vaxandi umsvifa. Gunni verður með innslög á nýrri sjónvarpsstöð á vegum Halla Pé og félaga í 365 sem heitir Sirkus. Þar mun hana taka óhefðbundin viðtöl og er þegar búið að taka upp spjall við Görl og skjall við Brynju Þorgeirs. Einnig er ég umboðsmaður hljómsveitarinnar Ég sem skartar ÍR-ingnum Róberti Hjálmtýssyni í fylkingarbrjósti. Er væntanleg plata frá sveitinni á næstu dögum (vonandi) sem heitir einfaldlega "Plata ársins". Andri Ísfirðingur lemur húðir á plötunni og Eiður Smári gefur hana út, eða "Skeytinn inn records" öllu heldur. Vek sérstaka athygli á laginu "Eiður Smári Guðjohnsen". Er maður að meika það í bænum eða hvað?
Gangið á Guðs vegum.
Vegna fjölda fyrirspurna hef ég verið að taka að mér umboðsmennsku í nokkrum mæli að undanförnu. Er nú með á mínum snærum uppistandarann, auglýsingamanninn og sjónvarpsmanninn; Gunnar Sigurðsson, sem kýs að kalla sig Gunnar Group vegna vaxandi umsvifa. Gunni verður með innslög á nýrri sjónvarpsstöð á vegum Halla Pé og félaga í 365 sem heitir Sirkus. Þar mun hana taka óhefðbundin viðtöl og er þegar búið að taka upp spjall við Görl og skjall við Brynju Þorgeirs. Einnig er ég umboðsmaður hljómsveitarinnar Ég sem skartar ÍR-ingnum Róberti Hjálmtýssyni í fylkingarbrjósti. Er væntanleg plata frá sveitinni á næstu dögum (vonandi) sem heitir einfaldlega "Plata ársins". Andri Ísfirðingur lemur húðir á plötunni og Eiður Smári gefur hana út, eða "Skeytinn inn records" öllu heldur. Vek sérstaka athygli á laginu "Eiður Smári Guðjohnsen". Er maður að meika það í bænum eða hvað?
Gangið á Guðs vegum.