<$BlogRSDURL$>

Friday, June 10, 2005

Vitsmunir og ofurheyrn
Síðuhaldari var sendur í heyrnarmælingu í morgun. Fékk heiftarlegt svimakast í fyrradag og steig ölduna í nokkra tíma. Fór til læknis sem sérhæfir sig í hálsi, nefi og eyrum í gær sem sendi mig í þessa heyrnarmælingu. Hann sagði orðrétt eftir mælinguna: "Þú heyrir grasið gróa. Það væri hægt að stilla tækin eftir þér". Ekki er heyrnin því vandamálið. Það væri líklegra gáfulegra að láta einhvern hauslækni kíkja á hauskúpuna í manni. Ég hef á tilfinningunni að ég sé á svo háu vitsmunastigi að hauskúpan þoli ekki þrýstinginn. Sperning um að eyða tvöfalt fleiri heilasellum um helgar en hingað til.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?