Monday, July 18, 2005
Do you like service?
Ég hef rekið mig á að ýmis þjónustufyrirtæki vilja þjónusta mig með því að láta mig vinna fyrir sig kauplaust. Um daginn lenti ég í því í búð Bakkusar að tölvukerfið lá niðri einn daginn. Ég hringdi í fyrirtækið sem átti að þjónusta búðina með tölvumál og nettingingu. Nafnið á fyrirtækinu er dottið úr mér í bili. Fyrsta sem stelpan spyr mig er ég tjáði henni þessi válegu tíðindi: "Er kveikt á rádernum?" Ég svaraði af minni alkunnu stillingu; "Hver djöfullinn er það?" Kom þá nokkuð hik á hana. Í þessu hafði hún greinilega ekki lent áður. Útskýrði hún fyrir mér hvernig ráderinn liti út og gaf mér svo idoitprove-leiðbeiningar til þess að gera ýmsar tilraunir á rádernum þar til tölvukerfið datt í gang. Lauk þá málinu að hennar hálfu, en væntanlega hafa eigendur Bakkusar fengið svimandi háan reikning vegna sérfræðiráðgjafar. Ég hef nokkuð brotið heilann um svona þjónustu síðan. Hvað ef líkkistusmiðir myndu haga sér svona? Ef ég myndi hringja í líkkistusmiðinn og segja að botninn hafi dottið úr kistunni. Myndi hann þá koma og gera við eða myndi hann bara segja í símann; "Er nokkuð hamar þarna nálægt þér?" Ég segi nú bara eins og BO sagði við þjóninn þegar hann fékk ekki steikina á indverska veitingastaðnum í London: "Do you like service?"
Gangið á Guðs vegum.
Ég hef rekið mig á að ýmis þjónustufyrirtæki vilja þjónusta mig með því að láta mig vinna fyrir sig kauplaust. Um daginn lenti ég í því í búð Bakkusar að tölvukerfið lá niðri einn daginn. Ég hringdi í fyrirtækið sem átti að þjónusta búðina með tölvumál og nettingingu. Nafnið á fyrirtækinu er dottið úr mér í bili. Fyrsta sem stelpan spyr mig er ég tjáði henni þessi válegu tíðindi: "Er kveikt á rádernum?" Ég svaraði af minni alkunnu stillingu; "Hver djöfullinn er það?" Kom þá nokkuð hik á hana. Í þessu hafði hún greinilega ekki lent áður. Útskýrði hún fyrir mér hvernig ráderinn liti út og gaf mér svo idoitprove-leiðbeiningar til þess að gera ýmsar tilraunir á rádernum þar til tölvukerfið datt í gang. Lauk þá málinu að hennar hálfu, en væntanlega hafa eigendur Bakkusar fengið svimandi háan reikning vegna sérfræðiráðgjafar. Ég hef nokkuð brotið heilann um svona þjónustu síðan. Hvað ef líkkistusmiðir myndu haga sér svona? Ef ég myndi hringja í líkkistusmiðinn og segja að botninn hafi dottið úr kistunni. Myndi hann þá koma og gera við eða myndi hann bara segja í símann; "Er nokkuð hamar þarna nálægt þér?" Ég segi nú bara eins og BO sagði við þjóninn þegar hann fékk ekki steikina á indverska veitingastaðnum í London: "Do you like service?"
Gangið á Guðs vegum.