<$BlogRSDURL$>

Saturday, July 09, 2005

Fagnað of snemma?
Mér hefur borist til eyrna að formanni Einherjaklúbbsins: Kjartani L. Pálssyni hafi verið nokkuð skemmt er hann rýndi í skorkortið mitt vegna draumahöggsins. Einherjaklúbburinn er félagsskapur fyrir þá Íslendinga sem hafa farið holu í höggi og fengið það formlega skráð. Hann hafði víst á orði að skriftin á kortinu hefði bent sterklega til þess að menn hefðu byrjað snemma að fagna afrekinu. Hann gat bara lesið kennitölu út úr kortinu og fór í þjóðskrá. Hringi að svo búnu í formann Golfklúbbs Bolungarvíkur og spurðist fyrir. Mín hlið á málinu er sú að ég skilaði inn kortinu til Golfsambands Íslands eins og lög gera ráð fyrir og þar var ekki gerð athugasemd við útfyllingu kortsins. Vangaveltur um ótímabær fagnaðarlæti verða því látnar liggja á milli hluta.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?