<$BlogRSDURL$>

Friday, July 22, 2005

Ferðasaga frá Grenivík
Ég var staddur í Eyjafjarðarhreppi á Jónsmessunni. Ákvað þá í samráði við annan mann, Geðmund Gunnars, að heimsækja hinn sögufræga stað Grenivík. En það vill svo skemmtilega til að félagi okkar Valdimar Víðisson er þar skólastjóri, og olli sú ráðning ekki svo litlu fjaðrafoki í plássinu. Við GG ákváðum því að fara með hvít flögg og bera klæði á vopnin. Systir Valgerðar Sverris sem stjórnar sveitarfélaginu var ekki við, svo við fórum í sjoppuna/matvörubúðina. Spurðum hvar finna mætti skólastjórabústaðinn. Fengum fínar leiðbeiningar en þar var enginn svo við héldum í Grunnskólann. Þar var skólastjórinn að leggja kapal í tölvunni og tók okkur með kostum og kynjum. Fengum við stutt ágrip af sögu skólans og á bekkjarmyndum á veggnum mátti sjá dáðustu dóttur skólans: Díönu Omel. Mikið var um að vera hjá Valda um vorið þar sem hann útskrifaði nemanda á skólaslitunum (þessi eintala er ekki villa). Þessi nemandi sópaði því að sér öllum verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í 10. bekk. Einnig stiklaði skólastjórinn á stóru í sögu hreppsins og þar sem meðal annars kom fram að staðurinn hefði lagt undir sig íslenskan borðtennisheim um tíma. En þetta var afskaplega fróðleg og skemmtileg ferð og við Geðmundur erum tvímalælaust betri menn á eftir. Einnig var ágætt að fá staðfestingu á því að Valdimar Víðisson væri í raun skólastjóri þarna, og þetta hefði ekki verið úthugsað og þaul skipulagt gabb.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?